LulliB - Líf einbúans á móður jörð

Lúlla líf

6/30/2004

Damn er fimtudagur?

Damn er að koma Fimtudagur? Búið að líða hratt mjög hratt, jæja lúllinn mættur á svæðið veit ekki einu sinni hví ég er að skrifa hérna því ég er frekar þreyttur en ég er að reyna halda lífi í þessa blesssuðu dagbók mína þótt hún sé ekki rosalega vinæl ;) en ég er ekki heldur að segja mikið frá henni eða auglýsa. Ég gæti það svosem sent massa ímeil til fólks sem ég þekki eða bara á alla í vinnunni ;) hehe neinei lúllinn er rólegur í þessu, þú hefur væntanlega ratað hérna inn ef þú hefur smellt á linkinn sem fylgir undirskrift minni hjá huga.is, kannski ekki heldur flottasta síða í heimi, hún lítur ekki vel út í FireFox en ég er heldur enginn html sérfræðingur breytti reyndar ýmsu því ég vildi ekki láta síðuna líta eins og öll þessi templates sem er hjá blogger.com... jamms tók eitt svona template og breytti því aðeins hehe anyyyyyyyyyyyyyyyyywaaaaaaaaaaaaaaaaaysssssss ætla reyna pósta meira og segja ykkur meira og meira ;) frá moi

Lag dagsins er Wish you were here með Pink Floyd!

sí ja

6/27/2004

Sunnudagur dagur leiðinda!

Sunnudagur kannski ekki besti dagurinn í vikunni, svo rosalega "dull" sérstaklega núna það er lítið að gerast og eftir giftingaveisluna í gær þá er maður hanga, horfa á sjónvarpið, fara í tölvuna og mér leiðist rosalega en svona er þetta. Giftingin í gær var fín þetta var bara svona afslappað og allir voru í góðu skapi, veislan eftir það var líka góð maturinn góður og fólk tala saman og skemmta sér jaa maður skellti sér í bæinn ætlaði að hitta nokkra sem voru í veislunni en útaf einhverjum miskilningi þá endaði ég bara einn að slæpast í bænum sem var bara ágætt hitti nokkuð af fólki sem ég þekki, fór á kaffibarinn og það er eigilega í fyrsta skipti sem ég geri það þetta minnti mig á sirkus en bara aðeins stærra, loftið var ógeðslegt og allt var troðið þetta er bara ekki flottur staður frekar sjúskaður staður síðan var geislaspilarinn ónýttur og hoppaði alltaf yfir lögin skil ekki fólk sem fílar þennan stað, beið náttúrlega í röðinni og það rann af mér þar nennti ekki að drekka meira. Fór síðan á Sólon og það er FM STAÐUR dauðans, hvenær varð Þröstur 3000 DJ? spilaði þessa ekta FM tónlist jaa ég er aðalega fyrir Hip Hopið sem er spilað þarna en síðan kemur eitthver agalegur sori eins og júróvision lög og lög með Nylon persónulega vonaðist ég að Hiphopið yrði meira en fór tónlistin að versna og versna að ég fór út úr þessum stað og tók leigubíl heim. Annars var þetta bara ágætis kvöld en þessi dagur er agalega leiðilegur :/

Over and out!

6/26/2004

So I announce you husband and wife

Nú er ég að fara í mína fyrstu giftingu, ég hef bara séð giftingar í sjónvarpinu en þetta verður örugglega aðeins lengra, allavega er elsti bróðir minn að fara giftast það hefur engin í fjölskyldu minni haldið svona stóra giftingu. Ég held það sé fjölskylda stelpurnar og hún sjálf sem vilja svona "stóra" giftingu. Bróðir minn hefur verið giftur áður enda nálgast fertugt en þau giftu sig bara svona hjá sýslumanninum eða eitthvað álika er ekki viss kannski hjá dómara en allavega svona nonkristinlegt svo skildu þau fyrir tveim árum og bróðir minn fann þessa stelpu semer notabene jafngömul mér og ég er 23 verða 24 þannig það er smá aldursmunur en í góðu lagi. Anywaaaaaaaaaaaaaysssssss ég ætla bara vera létt nettur á kantinum og tjilla í þessu brúðkaupi... hjónabönd hjónabönd já þetta er furðulegur andskoti ég hef ekki mikið álit á hjónabandi eða þessu kristilega hjónabandi þar sem fólk er gefið saman og á bara að vera saman að eilífu, þetta virkar ekki fyrir alla í dag og prósentan hjá fólki sem skilur er há, fólk breytist nefnilega með tímanum ja við erum alltaf að breytast og okkur leiðist þegar eitthvað verður svo sjálfgefið og leiðilegt eftir nokkurn tíma en þetta reynir á báða aðila að viðhalda sambandinu og breytast saman stundum virkar það en stundum ekki þannig er það bara.
Í minni fjölskyldu þá hafa allir sama hafa gift sig skilið, elsti bróðir minn næst elsti og mamma og pabbi síðan er þriðji elsti bróðirinn sem hefur aldrei gifst og ég, við þara segja ég og þriðji elsti bróðir minn erum svona á sama máli með giftingar, sjálfur myndi ég vilja gifta mig en hafa það í andlegum anda þara segja brúðkaupið yrði ódýrt og varla kosta neitt síðan myndum við útbúa okkar eigin sáttmála þar sem við skrifum undir og förum með svona litla serímóníu, síðan myndum við halda upp á það með vinum og vandamönnum. Þetta er mín hugmynd af giftingu engin kirkja engin prestur bara við og fólk sem er náið okkur, ég hef ekkert á móti kirkjum þær eru fallegar og allt það, mér finnst bara að kirkjur séu allstaðar og prestar líka ekki bara í sínu staðlaðri mynd. Ég myndi vilja halda giftinguna þar sem við myndum búa því það væri í raun okkar kirkja og fólkið væri í raun okkar prestar.

nóg í bili :)

6/22/2004

Lengi Lifi Lengsti góði dagurinn

Jæja lengsti dagurinn, best að njóta hans eins lengi maður getur ;) er að hlusta á Dune Prophecy Theme eftir Brian Eno, mjög ambient.. svipað og þessi dagur er búinn að vera, gott veður og hlýindi. En eins og við vitum þá er alltaf stutt í rigninguna þannig maður verður að reyna njóta það sem maður hefur :)

6/20/2004

Hot Sauuuucccee!

Ahhhhh sunnudagar þynnkulaus það eru yndislegir dagar, ég er að blasta Outkast réttara sagt Speakerboxxx og lagið Unhappy þetta er að verða uppáhaldslagið mitt (hot Sauuceee) af þessum afburðagóða diski... annars nú hef ég ákveðið að hætta drekka, kannski ekki forever en ég ætla allavega í bindindi í langan tíma ég er hættur að hafa gaman af þessu lengur síðan brenglar þetta hausinn á manni og maður verður stjórnlaus en það þýðir ekki að ég hætti að djamma núna verður það gert edrú... það er ekki að segja ég sé alkahólisti þótt þetta er í fjölskyldunni eins og í flestum fjölskyldum hér á íslandi, maður verður alkahólisti ef þetta er að verða vandamál og þú viðurkennir það. Jaaa þetta er ekkert vandamál hjá mér þetta var bara að verða óþægilegt og leiðilegt og ég var líka búinn að taka nokkrar törnir síðustu helgar.

Nú er maður bara órakaður og grúskar í tölvunni, er með eina tölvu hérna sem ég er að leika mér að setja upp Red Hat Fedora Core 2, mjög flott stýrikerfi þótt ég er ekki alveg búinn að læra á það, ég er sjálfur Microsoft gaur meira segja með 7 próf frá microsoft en ég verð að segja ef ég ætla að setja upp server eða router með firewall þá er besta og kostminnsta leiðinn Linux, ég hef reyndar verið að fikta aðeins í linux og BSD en ekki kannski orðinn einhver sérfræðingur og á langt eftir. Well nóg með nördatal orðið og mikið ;) annars ef þið eru að pæla í tölvum bæði sambandi við software og hardware þá er þessi síða góð fyrir ykkur, ef þið smellið á spjallið þar er fullt af fólki að ræða málin tjekkið out!

lúls

6/19/2004

Tom og sparktúðrusport

Jæja nú er Tom Waits búinn að koma í staðinn fyrir Damien Rice, Tom Waits er svo dramatískur og flottur sérstaklega hvernig hann flytur lögin sín maður áttar sig á því að þú þarft ekki að vera þvílikur söngvari ef þú getur túlkað tónlistina þína með tilfinningum þínum svipað og hann gerir. Jaa má ég segja frekar að hann setur sig í gerfi einhverja persónu og túlkar þeirra tilfinnigar, ég er að hlusta á diskinn Alice og lagið Table Top Joe og hann syngur það svipað og Lois Armstrong sem var góður á sínum tíma. Ég vaknaði snemma í dag og fór að lyfta síðan tók ég rúnt í Hafnarfjörð mitt gamli bær... annars var ég bara í tölvunni og horfði síðan á leikina, Þýskaland Lettland var ekkert sérstakur, leikurinn fór 0-0 en Lettland var mjög seigt og stóð sig vel. Hinn leikurinn var fjörugri, Holland - Tékkland og fór hann 3-2 fyrir Tékka það voru flott mörg og nokkrir vafasamir dómar. Hollendingar voru komnir í 2-0 stöðu en misstu það niður meir um það hér

Annars er ég bara einn heima, mamma fór út á land með kærasta sínum hehe það er fyndið að segja að hann sé kærasti hennar það er einsog orðin kærasti og kærasta eigi ekki við fólk sem er sextugt það er frekar að það sé heitmaður eða heitmey eða eitthvað álíka. En ég er að reyna safna mér pening til að geta keypt mér íbúð, mig langar ekki að leigja því það er einsog maður eyði peningunum í ekkert það eru ekki margir sem eru einstæðir og leita sér íbúð í dag hmmm... það væri gaman að heyra frá eitthverjum sem væri einstæður eða einstæð og væri að leita sér að íbúð til að kaupa. Hey já er ekki einhver klúbbur sem heitir Félag Einhleypra?? Það eru örugglega ekki fólkið sem stundar vefinn femin eða sem sækja spjallið þar sambönd ... well well
kannski kannski



6/17/2004

Damien Rice og hætta með kærustu sinni og jæja...

Jæja nú er maður búinn að hætta með kærustu sinni, það er kannski ekki eitthvað sem byrjar á jæja.. en ég er íslendingur það byrjar alltaf eitthvað á jæja, við vorum búin að vera saman í 10 mánuði ég kynntist henni á menningarnóttinni og hætti með henni á þjóðhátíð íslendinga. Þetta er frekar mikil irónía og þetta er allt mér að þakka, svona er þetta þegar maður reynir að stýra sjálfum sér áfram en jæja (þreytt?) burt frá því þá var þetta hlutur sem var mjög erfiður og eitthvað sem maður vill ekki gera en verður að gera til að fyrirbyggja fleiri særindi. Ég var byrjaður að hegða mér frekar asnalega í kringum hana og sérstaklega þegar ég var orðinn fullur eftir sum atvik þá fór ég að pæla hvort ég væri í þessu sambandi með þessu hugarfari sem við förum í þegar við erum að fara skuldbinda okkur við hvort annað. Ég komst að því í endanum að ég varð að enda þetta...

Þetta er ekki létt þar sem þú ert ekki enda samband við eina manneskju heldur öllum þeim sem tengjast henni, en eg varð að gera þetta til að hlutirnir færu ekki í helvíti. Núna sit ég hér við tölvuna og hlusta á Damien Rice og horfi á myndaramann með henni í og rifja upp allar minningarnar, þær voru ljúfar og fallegar og ég mun aldrei gleyma henni. En nú horfi ég á framtíðina það er fínt að vera einn og ég er mjög vanur að vera einn, ég ætla ekki að fara leita að næstu stelpu enda væri það rugl...

Enda þetta með Damien Rice... Its still little bit of your words I long to hear...

6/14/2004

Will Oldham

Er að hlusta á Will Oldham, hef reyndar ekki mikið spáð í honum og hann kom hingað að spila og þá vissi ég ekkert um hann en nú er ég að hlusta á hann og hann er rosalega góður ég mælið með því að þið tjekkið á honum þegar þið eru á leið í diskabúð eða eitthvað netsörf ;)

Til eru tár...

sem fengu þennan dóm, það var kveðinn upp dómur í dag að orð Davíðs Oddsonar um Jón Ólafs yrðu dæmt ógild, furðulegt hvernig þetta er getur maður fengið dóm á sig fyrir að segja sínar skoðanir? Við erum allavega að verða dómhörð þjóð það sem allt skal fara fyrir dómara svipað og gerist í Bandaríkjunum. Annars þá er fólk mjög í geð að dæma án þess þó að það sé virkilega að reyna dæma, fólk leggur dóm sinn og setur sig í hitt eftirsóttavert dómstól því það gefur vald, valdið til þess að hafa síðasta orðið. Persónulega finnst mér frekar að við ættum að spurja fleiri spurningar en að svara þeim, þara segja frekar að koma með eitthverja útkomu á eitthverju máli þá spyrja frekar sjálfan sig margar spurningar ekki bara til að geta svarað þeim heldur koma með fleiri spurningar.

Þetta hefur allt með fyrirgefninguna að gera, til þess að verða slæmur dómari þá þarftu að geta fyrirgefið, góður dómari er strangur og miskunnarlaus og hvikar allsekki, dómari er persóna sem hefur alltaf rétt fyrir sér og fer eftir reglum og lögum sem fólk hefur útbúið sjálft. Dómarinn skilgreinir slæmt frá góðu, ég get ekki verið dómari og ég vil ekki vera dómari en sem manneskja þá flækist ég í þessu lífi og verð einskonnar dómari. Dómari lífsins, mitt eigið líf og dómari á mitt eigið fólk.
Ekki deila við dómarann því hann hefur kveðið upp dóm, dóm sem tárin fengu fyrir að vera persóna.

Mánudagurinn fór eins fljótt og að hann kom.

6/13/2004

Comments?

ekkert comments? :) Þetta er allt annað dæmi mig langar að benda ykkur á mblog síðuna mína http://mblog.is/mblog/web?&cmd=blogs&mboard=344008#blog_268441 nokkrar myndir af mér og öðru fólki :) sett þetta á linka síðuna mína líka :)

Kominn afstað :)

Vá hvað það er langt síðan ég póstaði hérna inn, áhuginn kannski sá mesti í heimi hehe en svona er ég það geta liðið vikur mán jafnvel ár síðan ég nenni að gera eitthvað, jæja jæja það er fullt búið að breytast ég er fluttur aftur í bæinn eftir hafa dvalið á Ísafirði í soldinn tíma. Núna bý ég hjá mömmu minni í Kópavogi, ég aldrei fílað Kopavog fyrr en núna :) mér fannst alltaf Kópavogur vera svona helsti keppinautur Hafnarfjarðar og líka bara brekkur og hraðahindranir en núna er ég búinn að komast að því að þetta er bara mjög fínn staður, jæja áfram með dótið eftir að ég kom heim eftir áramótin þá var ég atvinnulaus rosa fjör það en núna loksins gerðist það í maí fékk ég fína vinnu í tölvudeildinni hjá kbbanka. Ég ákvað að ganga til liðs við stjörnuna líka og stefni að spila með þeim í vetur.

Jamm þetta er stutta sagan ég nennti ekki að skrifa eitthverja langa sögu enda er það algjör óþarfi, allavega ég ætla mér allavega endurreisa þessa litlu síðu mína.