LulliB - Líf einbúans á móður jörð

Lúlla líf

6/26/2004

So I announce you husband and wife

Nú er ég að fara í mína fyrstu giftingu, ég hef bara séð giftingar í sjónvarpinu en þetta verður örugglega aðeins lengra, allavega er elsti bróðir minn að fara giftast það hefur engin í fjölskyldu minni haldið svona stóra giftingu. Ég held það sé fjölskylda stelpurnar og hún sjálf sem vilja svona "stóra" giftingu. Bróðir minn hefur verið giftur áður enda nálgast fertugt en þau giftu sig bara svona hjá sýslumanninum eða eitthvað álika er ekki viss kannski hjá dómara en allavega svona nonkristinlegt svo skildu þau fyrir tveim árum og bróðir minn fann þessa stelpu semer notabene jafngömul mér og ég er 23 verða 24 þannig það er smá aldursmunur en í góðu lagi. Anywaaaaaaaaaaaaaysssssss ég ætla bara vera létt nettur á kantinum og tjilla í þessu brúðkaupi... hjónabönd hjónabönd já þetta er furðulegur andskoti ég hef ekki mikið álit á hjónabandi eða þessu kristilega hjónabandi þar sem fólk er gefið saman og á bara að vera saman að eilífu, þetta virkar ekki fyrir alla í dag og prósentan hjá fólki sem skilur er há, fólk breytist nefnilega með tímanum ja við erum alltaf að breytast og okkur leiðist þegar eitthvað verður svo sjálfgefið og leiðilegt eftir nokkurn tíma en þetta reynir á báða aðila að viðhalda sambandinu og breytast saman stundum virkar það en stundum ekki þannig er það bara.
Í minni fjölskyldu þá hafa allir sama hafa gift sig skilið, elsti bróðir minn næst elsti og mamma og pabbi síðan er þriðji elsti bróðirinn sem hefur aldrei gifst og ég, við þara segja ég og þriðji elsti bróðir minn erum svona á sama máli með giftingar, sjálfur myndi ég vilja gifta mig en hafa það í andlegum anda þara segja brúðkaupið yrði ódýrt og varla kosta neitt síðan myndum við útbúa okkar eigin sáttmála þar sem við skrifum undir og förum með svona litla serímóníu, síðan myndum við halda upp á það með vinum og vandamönnum. Þetta er mín hugmynd af giftingu engin kirkja engin prestur bara við og fólk sem er náið okkur, ég hef ekkert á móti kirkjum þær eru fallegar og allt það, mér finnst bara að kirkjur séu allstaðar og prestar líka ekki bara í sínu staðlaðri mynd. Ég myndi vilja halda giftinguna þar sem við myndum búa því það væri í raun okkar kirkja og fólkið væri í raun okkar prestar.

nóg í bili :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home