LulliB - Líf einbúans á móður jörð

Lúlla líf

6/17/2004

Damien Rice og hætta með kærustu sinni og jæja...

Jæja nú er maður búinn að hætta með kærustu sinni, það er kannski ekki eitthvað sem byrjar á jæja.. en ég er íslendingur það byrjar alltaf eitthvað á jæja, við vorum búin að vera saman í 10 mánuði ég kynntist henni á menningarnóttinni og hætti með henni á þjóðhátíð íslendinga. Þetta er frekar mikil irónía og þetta er allt mér að þakka, svona er þetta þegar maður reynir að stýra sjálfum sér áfram en jæja (þreytt?) burt frá því þá var þetta hlutur sem var mjög erfiður og eitthvað sem maður vill ekki gera en verður að gera til að fyrirbyggja fleiri særindi. Ég var byrjaður að hegða mér frekar asnalega í kringum hana og sérstaklega þegar ég var orðinn fullur eftir sum atvik þá fór ég að pæla hvort ég væri í þessu sambandi með þessu hugarfari sem við förum í þegar við erum að fara skuldbinda okkur við hvort annað. Ég komst að því í endanum að ég varð að enda þetta...

Þetta er ekki létt þar sem þú ert ekki enda samband við eina manneskju heldur öllum þeim sem tengjast henni, en eg varð að gera þetta til að hlutirnir færu ekki í helvíti. Núna sit ég hér við tölvuna og hlusta á Damien Rice og horfi á myndaramann með henni í og rifja upp allar minningarnar, þær voru ljúfar og fallegar og ég mun aldrei gleyma henni. En nú horfi ég á framtíðina það er fínt að vera einn og ég er mjög vanur að vera einn, ég ætla ekki að fara leita að næstu stelpu enda væri það rugl...

Enda þetta með Damien Rice... Its still little bit of your words I long to hear...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home