LulliB - Líf einbúans á móður jörð

Lúlla líf

8/06/2004

Hæ Guð!

A Perfect Circle er að gera það gott núna, mar er búinn að vera hlusta á þá núna þara segja nýjasta diskinn Thirtheenth Step sem ég mæli eindregið með, ég hef ekki mikið hlustað á þá áður kannski aðalega Tool sem er með sama söngvara sem er magnaður söngvari, hann var líka magnaður þegar hann söng dúó með söngvara Deftones Chino í laginu Passanger! Þá svona fyrst tók ég eftir honum og byrjaði að hlusta á Tool síðan heyrði maður náttúrulega Three Libras sem var algjör hittari með a Perfect Circle en síðan var maður ekkert að pæla í þeim fyrr en nú.

Annars er lítið að gerast hjá mér, bara vinna, æfa,vinna,borða,vinna,lyfta,vinna... jamms en ég kvarta ekki þótt það væri stundum fínt að hafa smá tilbreytingu maður fer ekki mikið út með vinum sínum þeir eru náttúrulega allir hálfgiftir :) eitt reyndar trúlofaður... en ætlaði ekki að tala um það mig langaði að ræða um einn link sem ég er með hérna á síðunni sem heitir rabbað við Guð ég mæli eindregið að þið klikkið á hann, þetta er heimasíða mannsins sem gaf út Converstation With God bækurnar sem eru 3 hann hefur einnig gefið fleiri bækur, þetta eru bækur sem breyttu hugsunarganginum mínum og í staðinn fyrir að vera Guðhræddur sem ég var einu sinni er ég Guðánægður :) ég hef alltaf verið að hugsa að skrifa einhvern pistil um þessa bækur eða þara segja manninn sem skrifar þær.
Hann heitir Neale Donald Walsh og er svolítið guðslegur í útliti eða þið vitið með þetta maður með mikið skegg og svona já Guðslegur bara hehe þótt að við erum öll guðsleg... hann var að gefa út nýja bók í vor sem heitir Tomorrow's God þar sem samtalinu heldur áfram, ég ætla ekki að fara mjög náið um innihaldið því það spannar allt milli himins og jarðar þetta er bara svona almennt efni sem við öllum hugsum um þannig ef þú hefur ratað óvart hérna inn þá er þetta kannski tákn um að þú eigir að skoða þetta nánar. :)
Því miður er ekki margir íslendingar sem maður þekkir sem hafa lesið þessar bækur sem hafa þó komið á íslensku allavega fyrsta bókin. Það er samt furðulegt að ég las um þessa bók eða bækur í einhverjum pistli í morgunblaðinu þannig er þetta, tilviljun? Nei, ég trúi nefnilega ekki á tilviljanir en það er allt útskýrt í bókunum, þetta er samt ekki bók sem er með öll svör við öllum spurningum því annars væri lífið ekki lengur gaman ef við höfðum öll svörin því þá fáum við ekki það sem við viljum upplifa heldur skilur hún þig eftir með fleiri spurningar og vangaveltur sem er nefnilega tilgangurinn með þessu. En ef þið viljið nýjustu bókina hans Neale Donald þá endilega sendið mér e-mail og ég skal gefa ykkur hana! :) hehe það les þetta enginn hvort sem er... og þó!

kv

1 Comments:

At 10:42 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

gaman að sjá að þessi bók sé líka þekkt á íslandi :o)
Hún er frábær.
Alma

 

Skrifa ummæli

<< Home