LulliB - Líf einbúans á móður jörð

Lúlla líf

7/15/2004

Bara eitthvað...

Hérna sit ég á meðal allra verðbréfa,greininga,verðbréfaforritara deilda og einn lítill tölvukagl sem hlustar á Skonrokkið sitt, því hann er orðinn svo leiður á öllu hinu rásunum með sömu playlistana reyndar er Rás 2 líka mjög góður kostur en allavega ég ætlaði ekkert að skrifa um það veit reyndar ekki um hvað ég ætlaði að fara skrifa ég hef bara svo lítið að gera. Ég er rosalega frjálslega klæddur hérna í vinnunni ámeðan hinir eru í jakkafötum og fínum skyrtum þá er ég í stuttermapeysu og gallabuxum þannig ég sker út, á skrifborðinu mínu eru lyklaborð, headset, ferðatölva og alskonnar smádót.
Mér sýnist veðrið vera skýjað en engin rigning ég sé samt varla út þar sem það er búið að draga fyrir en þegar ég lít bakvið mig þá sé ég esjuna og faxaflóann og mér sýnist að sólin skín á hana það tekur enginn eftir því hérna í heimi peningana þar sem flóknar reglur eru og menn fylgjast vel með á skjánum sínum en er það ekki gott þeir verða sjá til þess að bankinn sé ekki að tapa peningum en er það ekki það sem þetta snýst um?
Persónulega er ég feginn og þakklátur fyrir að fá að gera eitthvað sem er skemmtilegt og fá borgað fyrir það þótt ég er ekki í minni óskastöðu ég er svona í low end af tölvubisnessinum en þannig byrjar maður... :) neinei ég ætla ekkert að kvarta.
Jæja best að halda áfram að stara á skjáinn og sjá hvort það sé eitthver verkefni fyrir mig.... skrifa kannski aftur

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home