LulliB - Líf einbúans á móður jörð

Lúlla líf

7/05/2004

Þreyttur en ánægður

Þvílikir tónleikar sem voru í gær! Maður er ekki ennþá búinn að jafna mig, er mjög þreyttur því ég fór í vinnuna klukkan níu, ég var kominn heim um hálf þrjú leytið og sofnaði ekki fyrr en um 3 en ég ætla ekki að tala um það heldur um tónleikana sem eru stærstu tónleikarnir sem hafa verið haldnir á Íslandi og þeir voru ekkert slor um 18þús manns mætt á staðinn. Þetta eru lögin sem þeir tóku

Blackened
Fuel
Harvester Of Sorrow
Welcome Home (Sanitarium)
Frantic
For Whom The Bell Tolls
St. Anger
Sad But True
Creeping Death
Fade To Black
Battery
Wherever I May Roam
Nothing Else Matters
Master of Puppets
One
Enter Sandman
Breadfan
Seek And Destroy

Ég dýrkaði þegar Fade to Black kom það er svona uppáhalds lagið mitt ásamt One sem er master pieace! Allavega þá var maður mjög sveittur og það var mjööööög heitt en ég mætti í stuttbuxum og í Metallica bol þannig það reddaðist alveg, vinur minn lendi samt í rifrildi við kærustuna sína og það svona hálf eyðilagði fyrir hann og við þurftum að fara leita að kærusta hans í miðju sjóvi. En málið var að fyrir tónleikana fórum við í hús hjá vini kærustu vinar míns :) og þar var grillað og drukkið bjór og hitað upp fyrir Metallica svo eftir þá vildum við fara á tónleikana því Brian Police var að byrja en kærasta vinar míns vildi vera lengur(vorum reyndar í Grafarvoginum svo við gengum bara í egils höll) allavega við förum og þau ætluðu að hittast á tónleikanum sem ég fatta ekki því þetta var svo stórt þetta er ekki eins og þetta sé einhver skemmtistaður.... jæja jæja síðan byrjar sjóvið og við erum að hoppa og tryllast Metallica byrjuð á fullu mjöööög gaman og við nokkurn veginn við sviðið, ég hoppaði svo mikið að ég var næstum því búinn að týna skónum mínum, allavega þá hittast þau og fara rífast og síðan bara fór vinur minn og ég og annar vinur minn hættum að pæla í þessu og héldum áfram. Við höfðum aldrie séð Metallica á tónleikum áður.

Allavega ég ætla snemma í háttinn, svona um tíu.



Eins og skáldið myndi segja: "Frábær saga..."

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home