LulliB - Líf einbúans á móður jörð

Lúlla líf

7/07/2004

Innlifun

Tom Waits kominn á geislann þótt hann sé ekki með besta röddina þá er túlkun hans svo frábær og unaðsleg að maður getur ekki annað en dást að því, sannar að þú þarft ekki að vera góður söngvari ef þú getur sungið með hreinskilni og einlægni. Allavega þá líður að helgi og stefnan er að kíkja á ættarmót, það er mjög langt síðan ég fór á ættarmót held ég hafi verið bara lítill strákur þegar ég fór síðast. Ættarmótið verður fyrir vestan eða á Bolungarvík til að vera nákvæmur, ég hlakka til að sjá allt þetta fólk það verður víst rosa samkoma með 200 manns og alles verður veisla og smá ball heyrði ég. Það verður fínt að sjá frændsystkinin sín aftur og fólk sem maður hefur ekki séð lengi annars þekki ég ekki það marga þarna því ég var svo lítill þegar ég bjó fyrir vestan að ég náði aldrei að kynnast öllu þessu frændfólki en þetta er allt elskulegt fólk rosalega skemmtilegt og ljúft... :) hehe en það leynist alltaf eitthver svartur sauður nei segi svona...
Ætla að fljúga á föstudaginn og koma á sunnudaginn þannig þetta verður bara stutt ferð soooo anywayssssssssss

take care

lúlls

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home