LulliB - Líf einbúans á móður jörð

Lúlla líf

8/26/2004

You cant trust violence söng söngvarinn í Low... mér líður ekki vel í dag mig langar bara að koma því fram, ég svaf mjög lítið síðustu nótt þar sem ég þurfti að gista á hóteli í Blöndósi vegna vinnunar, það voru svona 10 cm breidd rúm sem ég var engan veginn að fíla, síðan þurfum við að keyra suður í dag með sólinni í augunum allan tíman... ég er bara þreyttur en nenni ekki að fara sofa, jæja nú á maður enga vini lengur ég er svona smá saman búinn að komast að því að vinir mínir séu að hverfa hver af öðrum það eru allir annaðhvort of uppteknir í vinnunni til að hafa samband eða eru í sambandi, síðan var ég að komast að því að stelpan sem ég var búinn að vera með í 9 mánuði síðan í júní, er byrjuð með öðrum sem er í góðu lagi ég er ekki að kvarta, það leið samt ekki langur tími þangað til hún náði sér í annan og það var ég sem sagði henni upp... :) flott hjá henni en auðvitað hugsa ég oft til hennar og sakna hennar en reyni bara að hætta því og fara hugsa um eitthvað annað, þetta er búið og gert ég valdi þetta nú verð ég bara að lifa við það.
Ég er eitthvað svo lítill í mér núna og er að láta mig líða ílla, þetta er einhver svona sjálfspíningakvöl í mér.



8/06/2004

Hæ Guð!

A Perfect Circle er að gera það gott núna, mar er búinn að vera hlusta á þá núna þara segja nýjasta diskinn Thirtheenth Step sem ég mæli eindregið með, ég hef ekki mikið hlustað á þá áður kannski aðalega Tool sem er með sama söngvara sem er magnaður söngvari, hann var líka magnaður þegar hann söng dúó með söngvara Deftones Chino í laginu Passanger! Þá svona fyrst tók ég eftir honum og byrjaði að hlusta á Tool síðan heyrði maður náttúrulega Three Libras sem var algjör hittari með a Perfect Circle en síðan var maður ekkert að pæla í þeim fyrr en nú.

Annars er lítið að gerast hjá mér, bara vinna, æfa,vinna,borða,vinna,lyfta,vinna... jamms en ég kvarta ekki þótt það væri stundum fínt að hafa smá tilbreytingu maður fer ekki mikið út með vinum sínum þeir eru náttúrulega allir hálfgiftir :) eitt reyndar trúlofaður... en ætlaði ekki að tala um það mig langaði að ræða um einn link sem ég er með hérna á síðunni sem heitir rabbað við Guð ég mæli eindregið að þið klikkið á hann, þetta er heimasíða mannsins sem gaf út Converstation With God bækurnar sem eru 3 hann hefur einnig gefið fleiri bækur, þetta eru bækur sem breyttu hugsunarganginum mínum og í staðinn fyrir að vera Guðhræddur sem ég var einu sinni er ég Guðánægður :) ég hef alltaf verið að hugsa að skrifa einhvern pistil um þessa bækur eða þara segja manninn sem skrifar þær.
Hann heitir Neale Donald Walsh og er svolítið guðslegur í útliti eða þið vitið með þetta maður með mikið skegg og svona já Guðslegur bara hehe þótt að við erum öll guðsleg... hann var að gefa út nýja bók í vor sem heitir Tomorrow's God þar sem samtalinu heldur áfram, ég ætla ekki að fara mjög náið um innihaldið því það spannar allt milli himins og jarðar þetta er bara svona almennt efni sem við öllum hugsum um þannig ef þú hefur ratað óvart hérna inn þá er þetta kannski tákn um að þú eigir að skoða þetta nánar. :)
Því miður er ekki margir íslendingar sem maður þekkir sem hafa lesið þessar bækur sem hafa þó komið á íslensku allavega fyrsta bókin. Það er samt furðulegt að ég las um þessa bók eða bækur í einhverjum pistli í morgunblaðinu þannig er þetta, tilviljun? Nei, ég trúi nefnilega ekki á tilviljanir en það er allt útskýrt í bókunum, þetta er samt ekki bók sem er með öll svör við öllum spurningum því annars væri lífið ekki lengur gaman ef við höfðum öll svörin því þá fáum við ekki það sem við viljum upplifa heldur skilur hún þig eftir með fleiri spurningar og vangaveltur sem er nefnilega tilgangurinn með þessu. En ef þið viljið nýjustu bókina hans Neale Donald þá endilega sendið mér e-mail og ég skal gefa ykkur hana! :) hehe það les þetta enginn hvort sem er... og þó!

kv

8/03/2004

reeaaaally

Góðan daginn eða góða kvöldið eða kannski góða nótt? Lúllinn mættur aftur eftir smá pásu, verslunarmannhelgin búinn og timburkarlar helgarinar ganga um og vikan byrjar rólega, sjálfur var ég hérna heima, kíkti út á lífið á laugardaginn datt kannski of mikið í það því ég varð veikur daginn eftir þetta hefur reyndar gerst áður en sjaldan það gerist, þetta hefur eitthvað með að gera með matarræðið því ég hef drukkið svipað mikið og ekki verið svona, allavega þá varð mér íllt í maganum og þurfti að æla :-/ það var eins og líkamin væri að reyna losna við einhvern viðbjóð í maganum sem hann var í raun að gera...svo sunnudagurinn fór í að liggja í leti og æla og með bitri samviskubiti lá ég heima horfði á sjónvarpið með loforð um að hætta að drekka í langan tíma því núna ætlar maður að koma sér í form fyrir veturinn... það er átak í gangi! Sá tónleika með Radiohead! Úff ég myndi gefa allt til að fá að upplifa tónleika með þeim, þetta voru magnaðir tónleikar og núna bíður maður eftir að þeir koma hingað ef ekki þá ætla ég að skreppa út og skella mér á tónleika með þeim!
Hlutabréf, hagnaður, tap,vextir,lán,eignahlutaskuldabréf.... etc etc það er það sem fólk talar í kringum mig og ég tölvupervertinn veit ekkert í sinn haus.
Hér er smá listi yfir hluti sem fara í taugarnar á mér!ATh. þetta á flest við MSN Messenger! En allt í góðu samt.

1. Fólk sem byrjar að tala við mann en heldur ekki almennilegu samræðum.
2. Fólk sem addar mann á MSN en segir ekki orð við mann.
3. Fólk sem addar mann bara til að sýna hversu marga þeir þekkja.
4. Fólk sem bíður eftir að maður talar við það, á aldrei frumkvæðið.
5. Fólk sem er alltaf away
6. Fólk sem nauðgar MSN
7. Fólk sem er eins og ég!

Já ég sjálfur fer í svolítið í taugarnar á mér!